banner
   þri 16. maí 2023 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stelpurnar spila líka gegn Austurríki í sumar
Icelandair
Stelpurnar hafa spilað fimm leiki á árinu til þessa.
Stelpurnar hafa spilað fimm leiki á árinu til þessa.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
A-landslið kvenna mætir Austurríki á Wiener Neustadt ERGO Arena þann 18. júlí næstkomandi. Þar með er ljóst að það verða tveir leikir hjá liðinu í sumar.

Leikurinn er liður í undirbúningi fyrir Þjóðdeildina sem hefst í september þar sem Ísland er í riðli með Danmörku, Þýskalandi og Wales.

Næsti leikur A landsliðs kvenna verður á móti Finnlandi á Laugardalsvelli þann 14. júlí en sá leikur er einnig liður í undirbúningi fyrir Þjóðadeildina. Svo eftir þann leik fyrir liðið út til Austurríkis og spilar þar.

Ísland og Austurríki hafa aðeins einu sinni mæst áður, en það var á EM árið 2017 þar sem Austurríki vann sigur með þremur mörkum gegn engu.

Ísland hefur spilað fimm vináttulandsleiki á þessu ári; liðið hefur unnið þrjá þeirra og gert tvö jafntefli.
Athugasemdir
banner
banner