Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 16. júní 2018 16:35
Magnús Már Einarsson
Erlendir fjölmiðlamenn báðu Heimi um myndir og áritanir
Icelandair
Bandarískur blaðamaður fær áritun hjá Heimi.
Bandarískur blaðamaður fær áritun hjá Heimi.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Yfir 1000 fjölmiðlamenn voru að störfum á Spartak leikvanginum þegar Ísland gerði 1-1 jafntefli við Argentínu í fyrsta leik á HM.

Erlendir fjölmiðlamenn frá öllum heimshornum sáu þessi mögnuðu úrslit hjá Íslandi og hrifust með stemningunni.

Mun léttara var yfir Heimi Hallgrímssyni, þjálfara Íslands, á fréttamannafundi eftir leik heldur en kollega hans Jorge Sampaoli hjá Argentínu.

Erlendir blaðamenn óskuðu eftir myndum með Heimi eftir fundinn og ofanritaður tók meðal annars mynd fyrir mjög ánægðan bandarískan blaðamanna.

Sá blaðamaður fékk einnig áritun hjá Heimi og var með stjörnur í augunum þegar hann spjallaði við íslenska landsliðsþjálfarann.
Athugasemdir
banner
banner
banner