banner
   lau 16. júní 2018 13:57
Magnús Már Einarsson
Gunnar Jarl: Aldrei víti á Ragga
Icelandair
Messi og Aron Einar heilsast fyrir leikinn í dag.  Í bakgrunni er dómarateymið.
Messi og Aron Einar heilsast fyrir leikinn í dag. Í bakgrunni er dómarateymið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Argentínumenn voru afar ósáttir við að fá ekki vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks gegn Íslandi í Moskvu í dag.

Eduardo Salvio átti fyrirgjöf sem Ragnar Sigurðsson tæklaði fyrir en í kjölfarið fór boltinn í höndina á Ragnari þegar hann lá í jörðinni.

Gunnar Jarl Jónsson, fyrrum FIFA dómari, segir að ekki hafi verið um vítaspyrnu að ræða og því hafi Szymon Marciniak dómari leiksins tekið hárrétta ákvörðun.

„Höndin er í eðlilegri stöðu þegar þú ert í tæklingu. Boltinn fer fyrst í líkama og svo í hönd. Aldrei viljandi. Frábær ákvörðun," sagði Gunnar við Fótbolta.net.

Á HM er myndbandsdómgæsla, VAR, en þar getur átta manna myndbandsdómarateymi gripið inn í þegar um er að ræða stórar ákvarðanir.

Smelltu hér til að lesa frábæran pistil um VAR
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner