Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   lau 16. júní 2018 17:21
Magnús Már Einarsson
Hannes fékk lítinn bikar: Algjört rugl að þetta hafi gerst
Icelandair
Hannes fagnar eftir leik.
Hannes fagnar eftir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Hann hefur sparkað annarsstaðar í fullt af öðrum leikjum. Ég var búinn að skoða fullt af vítaspyrnum hjá honum og hafði sterka tilfinningu fyrir því að hann myndi setja hann þarna í kvöld," sagði Hannes Þór Halldórsson við íslenska fjölmiðla aðspurður út í vítaspyrnuvörsluna frá Lionel Messi í leiknum gegn Argentínu í dag.

„Þetta er allt saman hálf óraunverulegt. Ég vil ekki fara á flug í lýsingarnar en þið getið rétt ímyndað ykkur hvernig það er að verja víti frá besta leikmanni í heimi í fyrsta leik Íslands á Heimsmeistaramóti. Það er algjört rugl að þetta hafi gerst."

Hörður Björgvin Magnússon fékk vítaspyrnuna á sig. Mun Hörður stjana við Hannes næstu dagana eftir vörsluna?

„Þetta er það besta sem kom fyrir mig að hann klippti mig niður. Það er frekar að ég eigi að stjana við hann fyrst þetta fór svona," sagði Hannes léttur í bragði.

Hannes var valinn maður leiksins hjá FIFA og hann fékk verðlaun fyrir það. „Ég fékk bikar sem lookar smá eins og HM bikarinn. Ég tek hann heim og set hann upp á hillu ef við vinnum ekki sjálfan bikarinn."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner