Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   lau 16. júní 2018 15:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hannes horfði á margar vítaspyrnur hjá Messi
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var draumur að rætast," sagði Hannes Þór Halldórsson, markvörður Íslands, og maður leiksins gegn Argentínu á blaðamannafundi að leik loknum.

Hannes var frábær, sýndi öryggi að venju í rammanum og gerði sér lítið fyrir og varði vítaspyrnu frá einum besta fótboltamanni sögunnar, Lionel Messi. Hannes varði líka frábærlega undir lok leiksins eftir hættulega fyrirgjöf.

„Fyrir mig sem markvörð Ísalands í fyrsta leik á HM, að mæta besta leikmanni í heimi í vítaspyrnu er stórt augnablik. Þetta var draumur að rætast því þetta hjálpaði okkur að ná í stórt stig em ég vona að eigi eftir að verða mikilvægt fyrir okkur í baráttunni um að komast upp úr riðlinum," sagði Hannes.

„Ég vann smá heimavinnu. Ég vissi að þessi staða gæti komið upp í leiknum. Ég horfði á margar vítaspyrnur hjá Messi."

„Ég horfði einnig á margar spyrnur hjá mér sjálum og reyndi að komast inn í huga þeirra og sjá hvað þeir myndu halda að ég myndi gera. Ég hafði góða tilfinningu um að þetta myndi fara svona."


Hannes var annars mjög sáttur með hvernig leikurinn spilaðist.

„Leikurinn var að spilast eins og við vildum. Sjálfstraust okkar jókst með hverri mínútu. Þegar þú spilar gegn Argentínu þá veistu aldrei hvað gerist."

Sjá einnig:
Hannes: Ertu frændi Cristiano Ronaldo?
Athugasemdir
banner
banner
banner