Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 16. júní 2018 16:01
Magnús Már Einarsson
Heimir: Mjög stoltur af Emil
Icelandair
Emil Hallfreðsson.
Emil Hallfreðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari hrósaði Emil Hallfreðssyni, fyrir frammistöðu sína eftir 1-1 jafntefli gegn Argentínu í dag. Emil var frábær á miðjunni og spilaði einn sinn besta landsleik frá upphafi.

„Ég var mjög stoltur af Emil Hallfreðssyni í dag. Hann spilaði 90 mínútur og gerði það vel. Hann spilaði ekki mikið með Udinese á tímabilinu en við gáfum honum tvo vináttuleiki áður en við mættum Argentínu og hann er að komast í betra leikform," sagði Heimir á fréttamannafundi eftir leik.

„Hann var frábær í dag. Hann var taktískt í réttum stöðum en hann var þreyttur í lokin eins og margir aðrir. Hann er kannski ekki jafn vanur því að verjast jafnmikið með Udinese og hann var í dag gegn Argentíu."

Sami ítalski blaðamaður og spurði út í Emil spurði Heimi einnig út í stuðninginn sem Ísland fær á Ítalíu.

„Ég veit af stuðningi okkar á Ítalíu. Það er gaman að svona stór knattspyrnuþjóð eins og Ítalía sýni okkur stuðning. Kannski er þetta af því að við spilum yfirleitt í bláu eins og Ítalía."
Athugasemdir
banner
banner