Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 16. júní 2018 15:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimir skilur ekki hvar Argentínumenn fengu alla þessa miða
Icelandair
Úr stúkunni.
Úr stúkunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Argentínskir stuðningsmenn voru í miklum meirihluta á Spartak leikvanginum í Moskvu þar sem Ísland og Argentína áttust við í fyrsta leik liðanna á HM.

Ljóst að stuðingsmenn Argentínu fengu margfalt fleiri miða á leikinn en íslenskir stuðningsmenn.

Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, var ekki sáttur með þetta.

„Við erum ótrúlega stoltir af stuðningi okkar hér. Við áttum
í erfiðleikum með að fá miða sem er skrýtið. Ég get ekki seð hvar Argentínumennirnir fengu alla sína miða . Við hefðum getað selt mun meira á Íslandi. Við þurfum að skoða þetta fyrir næsta leik okkar. Þetta er svona í öllum leikjum hjá okkur. Fólk spyr af hverju við fögnum stigi. Bíðið bara og sjáið þegar við vinnum leik. Þá verða fagnaðarlæti!"


Þrátt fyrir að íslenskir stuðningsmenn hafi verið í miklum minnihluta í dag voru þeir frábærir. Víkingaklappið heyrðist vel í sjónvarpinu heima á Íslandi.
Athugasemdir
banner
banner