Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 16. júní 2018 17:48
Arnar Daði Arnarsson
Hörður Björgvin: Vissi allan tímann að Hannes myndi verja vítið
Icelandair
Hörður Björgvin í leiknum í dag
Hörður Björgvin í leiknum í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Upplifunin er geðveikt. Það er stórt afrek í knattspyrnu sögunni að við skulum gera jafntefli gegn Argentínu," sagði Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður íslenska landsliðsins eftir jafntefli Íslands gegn Argentínu í fyrsta leik Íslands á HM frá upphafi.

„Sterkur varnarleikur okkar skilaði okkur þessum úrslitum. Auðvitað erum við heppnir, en við vissum það allan tímann að Hannes myndi taka vítið," sagði Hörður en þá vitnar hann í vítaspyrnuna sem Hannes varði frá Messi eftir að dæmt hafi verið víti á Hörð innan teigs.

„Kantmaðurinn hjá þeim gerir þetta vel. Hann fer í hlaupalínuna mína og auðvitað dettur hann innan teigs. Boltinn var langt í burtu, en ég var rólegur og yfirvegaður því ég vissi að það væri komið að Hannesi að verja frá Messi og klára þetta fyrir okkur."

En hvernig hefði honum liðið ef hann hefði verið svokallaður "skúrkur" - Ef Messi hefði nýtt vítið?

„Það hefði verið sjokk og skellur en skellurinn fór í burtu þegar Hannes varði vítaspyrnuna. Auðvitað er leiðinlegt þegar svona atvik gerast, hvað þá þegar maður er nýkominn í liðið og er að standa sig vel. Svona gerist í fótbolta og maður verður bara að halda áfram og standa uppréttur. Ég var mjög rólegur yfir þessu."

Hörður segist enn ekki vera búinn að átta sig á því að vera búinn að spila sinn fyrsta leik á Heimsmeistaramótinu.

„Það er draumur að fá tækifæri til að spila á móti besta landsliði í heimi. Þeir eru með mann sem er ótrúlegur í fótbolta, hann getur gert nánast hvað sem er en við náðum að loka ágætlega á hann. Hann átti tólf skot en það var ekkert sem var að fara inn frá honum," sagði Hörður Björgvin að lokum og er þá að tala um sjálfan, Lionel Messi.
Athugasemdir
banner
banner
banner