Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 16. júní 2018 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leikmönnum Sádí-Arabíu verður refsað
Úr leiknum á fimmtudag.
Úr leiknum á fimmtudag.
Mynd: Getty Images
Rússland kjöldróg Sádí-Arabíu í opnunarleik Heimsmeistaramótsins á fimmtudag. Lokatölur urðu 5-0 fyrir heimamenn.

Mikil reiði ríkir vegna þessara úrslita í Sádí-Arabíu en forseti knattspyrnusambandsins þar í landi ætlar að refsa nokkrum leikmönnum þegar þeir koma heim af mótinu.

„Við erum mjög vonsviknir með tapið," sagði Adel Ezzat, forseti knattspyrnusambandsins við Al-Youm Assabaa dagblaðið. Daily Mail greinir frá.

„Nokkrir leikmenn munu fá refsingu - markvörðurinn Abdullah Al-Mayouf, sóknarmaðurinn Mohammad Al-Sahlawi og varnarmaðurinn Omar Hawsawi."

Ekki er vitað nákvæmlega hvað Ezzat meinar þegar hann talar um að „refsa leikmönnunum".

Sádí-Arabía á tvo leiki eftir í riðlinum, gegn Úrúgvæ og Egyptalandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner