Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   lau 16. júní 2018 18:29
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mögnuð viðbrögð landsliðsþjálfarans við vörslu Hannesar
Icelandair
Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsmenn trylltust væntanlega flestir þegar Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu Lionel Messi í leik gegn Argentínu á Heimsmeistaramótinu í dag.

Leikurinn endaði í jafntefli og á Hannes stóra stóran þátt í því. Hann var besti maður Íslands í leiknum.

Sjá einnig:
Leikstjórinn varði vítaspyrnu Messi!

Eftir leikinn birti RÚV myndband af landsliðsþjálfaranum Heimi Hallgrímssyni, viðbrögð hans við því þegar Hannes varði vítaspyrnuna. Heimir virtist pollrólegur.

Sjáðu mögnuð viðbrögð Heimis á vef RÚV hérna. Heimir komst í fréttirnar í október fyrir svipuð viðbrögð þegar Ísland komst yfir gegn Kosóvó í síðasta leik sínum í undankeppni. Sigur í leiknum tryggði Íslandi sæti á HM.

Sjá einnig:
Heimir fagnaði ekki: Fattaði ekki af hverju ég fór ekki
Athugasemdir
banner
banner