Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 16. júní 2019 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Abraham og Nelson stefna á að spila fyrir félagslið sín
Tammy Abraham.
Tammy Abraham.
Mynd: Getty Images
Tammy Abraham og Reiss Nelson eru báðir í enska U21 landsliðinu sem tekur þá á EM U21 sem hefst í dag. Mótið er haldið á Ítalíu og í San-Marínó.

Abraham var á láni frá Chelsea hjá Aston Villa á síðustu leiktíð og Nelson var á láni hjá Hoffenheim frá Arsenal.

Báðir stefna þeir á það að komast að hjá sínu liði í Englandi á næsta tímabili.

„Þú er aldrei hægt að segja aldrei," sagði Abraham um endurkomu til Aston Villa. „En Chelsea er félag sem ég hef verið lengi hjá og markmiðið mitt er að komast að þar."

„Eftir Evrópumótið ætla ég að reyna að standa mig vel á undirbúningstímabilinu og vonandi spila fyrir félagið sem ég elska," sagði Nelson við Sky Sports.

Hinn 21 árs gamli Abraham skoraði 26 mörk í 42 leikjum í öllum keppnum fyrir Aston Villa. Chelsea er eins og staðan er núna í félagaskiptabanni og það ætti að hjálpa Abraham að komast að hjá aðalliðinu.

Nelson, sem er 19 ára, spilaði 23 og skoraði sjö mörk í þýsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner