Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 16. júní 2019 12:00
Oddur Stefánsson
Arsenal hætt við Carrasco
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Arsenal hefur verið orðað við Yannick Carrasco sem hefur verið að spila í Kína undanfarin tímabil.

Daily Mail greinir frá því að Unai Emery hefur aðeins 45 milljónir punda í félagsskiptaglugganum þar sem þeim mistókst að komast í Meistaradeildina.

Kínverska liðið Dalian Yifang hefur sett 30 milljón punda verðmiða á Belgann sem skilur Arsenal eftir með 15 milljónir til að bæta liðið sitt frekar.

Carrasco hefur verið opinn með að hann vilji snúa aftur til Evrópu eftir dvöl sína í Kína.

Eftir 35 leiki í kínversku úrvalsdeildinni hefur Carrasco skorað 14 og lagt upp sjö.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner