Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 16. júní 2019 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Besti leikmaður HM U20 frá Suður-Kóreu
Mynd: Getty Images
Lee Kangin, leikmaður Valencia, fékk gullboltann á HM U20, hann var valinn besti leikmaður mótsins.

Kangin fór fyrir sínum mönnum í Suður-Kóreu sem fóru í úrslitaleikinn, en töpuðu þar gegn Úkraínu.

Hann er 18 ára gamall sóknarmiðjumaður og þykir gríðarlega efnilegur. Spennandi verður að sjá hvar hann verður að nokkrum árum liðnum.

Erling Håland, leikmaður Noregs, var markahæstur á mótinu með níu mörk. Hann skoraði mörkin öll í sama leiknum.

Andriy Lunin, markvörður Úkraínu og Real Madrid, var valinn besti markvörður mótsins.

Sjá einnig:
HM U20: Úkraína meistari eftir sigur á Suður-Kóreu


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner