Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 16. júní 2019 21:31
Ívan Guðjón Baldursson
Copa America: Katar byrjar á jafntefli
Mynd: Getty Images
Paragvæ 2 - 2 Katar
1-0 Oscar Cardozo ('4, víti)
2-0 Derlis Gonzalez ('56)
2-1 Ali Almoez ('68)
2-2 Boualem Khouki ('77)

Katar er ein af tveimur utanaðkomandi þjóðum sem var boðið að taka þátt í Copa America, eða Suður-Ameríkubikarnum, í ár.

Liðið mætti Paragvæ í fyrstu umferð í kvöld og lenti undir strax á fjórðu mínútu, þegar hinn 36 ára gamli Oscar Cardozo skoraði úr vítaspyrnu.

Derlis Gonzalez tvöfaldaði forystu Paragvæ í upphafi síðari hálfleiks en þá tóku gestirnir aðeins við sér.

Ali Almoez minnkaði muninn á 68. mínútu og jafnaði Boualem Khouki níu mínútum síðar. Lokatölur urðu 2-2.

Til gamans má geta að allir leikmenn í hópi Katar leika með liðum í heimalandinu. Níu þeirra eru hjá Al-Sadd og aðeins einn leikur undir stjórn Heimis Hallgrímssonar í Al-Arabi.
Athugasemdir
banner