Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 16. júní 2019 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Frábær byrjun KR með Finn Tómas í byrjunarliðinu
Finnur Tómas Pálmason í leiknum gegn ÍA í gær.
Finnur Tómas Pálmason í leiknum gegn ÍA í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hinn efnilegi Finnur Tómas Pálmason hefur komið sterkur inn í topplið Pepsi Max-deildarinnar, KR.

Finnur er fæddur 2001 og hefur leikið alla sína tíð með KR, fyrir utan sumarið 2018 þegar hann var lánaður til Þróttar.

Hann hefur leikið síðustu fjóra leiki KR í Pepsi Max-deildinni og staðið sig vel. Fjölmiðlamaðurinn Ingvi Þór Sæmundsson birtir athyglisverða tölfræði á Twitter sem má sjá hérna að neðan.

Hjörvar Hafliðason, Dr. Football, var meðlýsandi á leik ÍA og KR í Pepsi Max-deildinni. Hann er sannfærður um að það félög séu að fylgjast með þessum efnilega varnarmanni.

„Hann er vel spilandi miðvörður. Það er gaman að sjá KR-inga henda honum í svona ábyrgðamikið hlutverk. Ég er sannfærður um að það séu einhver félög að skoða hann. Það er hellingur í þessum strák," sagði Hjörvar.

Finnur Tómas endursamdi við KR í síðustu viku.



Athugasemdir
banner
banner
banner