Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 16. júní 2019 14:31
Fótbolti.net
„Skrítin ákvörðun hjá Jóa Kalla að neita að koma í viðtal"
Jóhannes Karl Guðjónsson.
Jóhannes Karl Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhannes Karl Guðjónsson neitaði að ræða við Fótbolta.net eftir tap ÍA gegn KR á Skaganum í gær.

„Þetta var frábær leikur hjá KR og Tobias Thomsen hefði auðveldlega getað skorað svona tvö mörk í viðbót. Sigurinn var gríðarlega öruggur," segir Gunnar Birgisson í nýjasta þætti Innkastsins.

„Það gekk allt upp hjá ÍA í byrjun móts og ég var spenntur að sjá hvað liðið myndi gera ef það myndi lenda í smá mótlæti. Þetta var skúta sem sigldi rosalega lygnan sjó en svo lenda þeir í smá öldugangi. Jóhannes Karl neitar að koma í viðtal. Ég hef bara smá áhyggjur af Skagamönnum núna. Þetta er rosalega fljótt að breytast."

„Mér fannst þetta skrítin ákvörðun hjá Jóa Kalla. Hann hefði bara átt að 'play it cool'. Þetta var tap gegn KR sem er á flottri siglingu og líklegast núna til að verða Íslandsmeistari. Mættu bara í viðtal og segðu einhverjar klisjur, gefðu allavega ekki þetta skotfæri á þér," segir Gunnar og Tómas Þór Þórðarson bætir við.

„Af hverju núna líka? Hann hefur verið hjá Fram, HK og Fylki. Það er ekki eins og hann hafi unnið alla fótboltaleiki síðan hann kom til Íslands."

Eftir magnaða byrjun á Íslandsmótinu hefur flugið fatast hjá Skagamönnum sem eru nýliðar í deildinni. Þeir eru dottnir úr bikarnum og hafa tapað tveimru deildarleikjum í röð.


Athugasemdir
banner
banner
banner