Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 16. júní 2019 18:30
Ívan Guðjón Baldursson
Wesley Moraes á leið til Aston Villa fyrir metfé
Mynd: Getty Images
Belgískir fjölmiðlar greina frá því að brasilíski sóknarmaðurinn Wesley Moraes sé á leið til Aston Villa. Hann verður dýrasti leikmaður í sögu félagsins.

Villa komst aftur upp í ensku úrvalsdeildina með sigri á Derby County í úrslitaleik í síðasta mánuði og núna þarf að styrkja leikmannahópinn til að falla ekki aftur niður.

Aston Villa greiðir 22 milljónir punda fyrir Moraes, eða fjórum milljónum meira heldur en Darren Bent kostaði í janúar 2011.

Moraes er 22 ára og hefur gert 35 mörk í 117 leikjum fyrir Club Brugge í Belgíu.

HLN greinir frá þessu og tekur fram að framherjinn skrifar undir fimm ára samning. Hann á þó eftir að standast læknisskoðun og fá atvinnuleyfi.
Athugasemdir
banner
banner
banner