Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 16. júní 2022 10:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sjáðu mörk gærkvöldsins - Lárus og Máni ósammála Jóni Þór
Skagamenn vildu fá dæmda aukaspyrnu.
Skagamenn vildu fá dæmda aukaspyrnu.
Mynd: Fótbolti.net
Alex Davey var ekki sáttur
Alex Davey var ekki sáttur
Mynd: Fótbolti.net
Kristall átti frábæran leik í eyjum.
Kristall átti frábæran leik í eyjum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Níu mörk voru skoruð í Bestu deild karla í gær þegar Víkingur sótti sigur til Vestmannaeyja og KR og ÍA gerðu jafntefli í Vesturbænum.

Víkingur skoraði öll mörkin í eyjum á meðan lokatölur urðu 3-3 á Meistaravöllum. Hægt er að sjá öll mörkin í spilaranum hér að neðan.

Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, var allt annað en sáttur við jöfnunarmark KR í uppbótartíma.

„Þetta þriðja mark hérna sem kem­ur á 93. mín­útu á auðvitað aldrei að standa. Fyr­ir það fyrsta er það aldrei auka­spyrna úti á miðjum vell­in­um. Gummi [Guðmundur Tyrf­ings­son] held ég að sé einhverjum tveim­ur metr­um frá hon­um [leik­manni KR] þegar dóm­ar­inn flaut­ar á það. Það er bara því miður."

„Gæðin í bláa liðinu voru því miður ekki frá­bær hérna í dag, það verður bara að viðurkennast, og ekki í takt við leik­inn að mínu mati. Svo er markmaður­inn hjá mér [Árni Snær Ólafsson] bara rist­ur upp í and­lit­inu í þriðja mark­inu, jöfn­un­ar­marki KR. Þar fer leikmaður KR með takkana í andlitið á honum. Hvernig í helvítinu það er ekki aukaspyrna þarf einhver að koma og útskýra þetta því þetta á auðvitað ekk­ert að vera leyfi­legt,"
sagði Jón Þór. Viðtalið við hann í heild má sjá í spilaranum neðst.

Þeir Máni Pétursson og Lárus Orri Sigurðsson voru sérfræðingar í Bestu stúkunni í gær og tjáðu sig um markið.

„Þetta var bara slys, sést bara langar leiðir. Fóturinn [á Finni Tómasi leikmanni KR] fer ansi hressilega upp en það er alveg ljóst að þetta er ekkert viljaverk. Að sama skapi hefði alveg eins verið hægt að dæma víti [á leikmann ÍA] því hann klifrar alveg upp á bakið á honum," sagði Máni.

„Þetta er mjög klaufalegt hjá Davey, hann í rauninni brýtur á KR-ingnum sem verður þess valdandi að hann sparkar í andltiið á Árna. Þegar Árni fær höggið þá er boltinn nánast kominn í netið hvort sem er," sagði Lárus.


KR 3 - 3 ÍA
0-1 Eyþór Aron Wöhler ('17 )
1-1 Ægir Jarl Jónasson ('27 )
2-1 Atli Sigurjónsson ('47 )
2-2 Steinar Þorsteinsson ('66 )
2-3 Eyþór Aron Wöhler ('74 )
3-3 Alexander Davey ('94 , sjálfsmark)
Lestu um leikinn

ÍBV 0 - 3 Víkingur R.
0-1 Peter Oliver Ekroth ('8 )
0-2 Erlingur Agnarsson ('29 )
0-3 Ari Sigurpálsson ('76 )
Lestu um leikinn
Jón Þór talar um rán: Hvernig í helvítinu það er ekki aukaspyrna þarf einhver að útskýra
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner