mán 16. júlí 2018 11:30
Arnar Daði Arnarsson
24 Pepsi-deildar leikmenn á leið erlendis í nám
Andrea Rán er á leið út í háskólanám.
Andrea Rán er á leið út í háskólanám.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Elena Brynjarsdóttir leikmaður Grindavíkur nær tveimur leikjum í viðbót.
Elena Brynjarsdóttir leikmaður Grindavíkur nær tveimur leikjum í viðbót.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arna Dís hefur leikið sinn síðasta leik fyrir FH í sumar.
Arna Dís hefur leikið sinn síðasta leik fyrir FH í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Nú er Pepsi-deild kvenna hálfnuð og framundan er spennandi seinni umferðin þar sem spennan er mikil bæði á toppi og botni deildarinnar.

Eins og undanfarin ár eru alltaf einhverjir leikmenn úr deildinni sem ekki ná að klára tímabilið vegna háskólanáms erlendis en í ár eru 24 leikmenn á förum, sumir hafa nú þegar spilað sinn síðasta leik í sumar en aðrir ná einum til tveimur leikjum í viðbót.

Hér að neðan er listi yfir þá leikmenn sem eru á leið í háskólanám.

Í fyrra fóru 17 leikmenn út áður en að mótið kláraðist en þeim fjölgar um sjö leikmenn. Leikmennirnir sem fara út í háskólanám í ár hafa verið í mismiklum hlutverkum hjá sínum liðum.

Ef rýnt er í listann má sjá að brotthvarf leikmanna kemur mismikið við liðin. Topplið Breiðabliks missir til að mynda tvo landsliðsleikmenn, þær Andreu Rán Snæfeld Hauksdóttir og besta leikmann fyrri umferðarinnar, Selmu Sól Magnúsdóttur.

Þá missa Selfyssingar fimm leikmenn, þar af fjórar byrjunarliðskonur. ÍBV er eina liðið sem engan leikmann missir.

Breiðablik:
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir (Nær tveimur leikjum í viðbót)
Esther Rós Arnarsdóttir (Nær tveimur leikjum í viðbót)
Fanney Einarsdóttir (Nær tveimur leikjum í viðbót)
Guðrún Gyða Haralz (Nær tveimur leikjum í viðbót)
Selma Sól Magnúsdóttir (Nær tveimur leikjum í viðbót)

Þór/KA:
Heiða Ragney Viðarsdóttir (Nær einum leik í viðbót)
Sara Mjöll Jóhannsdóttir (Nær einum leik í viðbót)

Valur:
Ásdís Karen Halldórsdóttir (Nær tveimur leikjum í viðbót)

Stjarnan:
Írunn Þ. Aradóttir (Nær tveimur leikjum í viðbót)
Kolbrún Vala Eyjólfsdóttir (Nær tveimur leikjum í viðbót)

ÍBV:
Enginn leikmaður

HK/Víkingur:
Ástrós Silja Luckas (Hefur ekkert spilað í sumar vegna meiðsla)

Grindavík:
Elena Brynjarsdóttir (Nær tveimur leikjum í viðbót)
Elísabet Ósk Gunnarsdóttir (Nær tveimur leikjum í viðbót)
Dagbjört Ína Guðjónsdóttir (Nær tveimur leikjum í viðbót)

Selfoss:
Bergrós Ásgeirsdóttir (Nær tveimur leikjum í viðbót)
Eva Lind Elíasdóttir (Er farin)
Karítas Tómasdóttir (Nær tveimur leikjum í viðbót)
Sophie Maierhofer (Er farin)
Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir (Nær tveimur leikjum í viðbót)

FH:
Arna Dís Arnþórsdóttir (Er farin)
Ingibjörg Rún Óladóttir (Nær einum leik í viðbót)
Hugrún Elvarsdóttir (Í lok ágúst)

KR:
Hrafnhildur Agnarsdóttir (Í lok ágúst)
Mónika Hlíf Sigurhjartardóttir
Athugasemdir
banner
banner