Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   mán 16. júlí 2018 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Calderon: Stór mistök að selja Ronaldo
Mynd: FIFA
Ramon Calderon var forseti Real Madrid í tvö og hálft ár, frá 2006 til 2009.

Á þeim tíma reyndi hann að fá Cristiano Ronaldo til félagsins frá Manchester United en án árangurs.

Hálfu ári síðar var Florentino Perez búinn að taka við forsetasætinu og það tók hann ekki langan tíma að ganga frá félagaskiptum Ronaldo.

Ronaldo var seldur til Juventus á dögunum eftir níu ára veru hjá Real og er Calderon allt annað en sáttur með söluna.

„Ég er mjög sorgmæddur útaf sölunni á Cristiano Ronaldo. Ég gerði allt í mínu valdi til að fá hann til félagsins á sínum tíma," sagði Calderon.

„Hann getur skorað 60 mörk á tímabili og var seldur fyrir 100 milljónir. Það er enginn annar leikmaður í heimi sem kostar svona lítið og getur skilað svona miklu.

„Þetta voru stór mistök, Ronaldo er í toppstandi og Real mun sjá eftir sölunni."




Athugasemdir
banner
banner
banner