Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 16. júlí 2018 09:30
Magnús Már Einarsson
Cillessen og Fekir til Liverpool?
Powerade
Jasper Cillessen.
Jasper Cillessen.
Mynd: Getty Images
Hazard kostar 200 milljónir punda samkvæmt slúðrinu.
Hazard kostar 200 milljónir punda samkvæmt slúðrinu.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin halda áfram að koma með góða slúðurmola en rúmar þrjár vikur eru í að félagaskiptaglugginn loki.



Real Madrid þarf að greiða 200 milljónir punda til að fá Eden Hazard (27) frá Chelsea. (Times)

Chelsea hefur áhuga á að fá Sergej Milinkovic-Savic (23) miðjumann Lazio í sínar raðir í sumar. Serbinn hefur líka verið orðaður við Manchester United. (Talksport)

Liverpool hefur lagt fram tilboð í Jasper Cillessen (29) markvörð Barcelona. (Talksport)

Luke Shaw (23) er tilbúinn að fara frá Manchester United næsta sumar ef hann fær ekki sénsinn á komandi tímabili. (Manchester Evening News)

Fulham ætlar að reyna að fá Malcom (21) kantmann Bordeaux í sínar raðir. (Sun)

Everton, Tottenham og Chelsea vilja öll fá miðjumanninn Wilmar Barrios (24) frá Boca Juniors. (HITC)

Jean-Michel Aulas, formaður Lyon, er tilbúinn að hefja viðræður við Liverpool um nýjan leik varðandi miðjumanninn Nabil Fekir (24). (Liverpool Echo)

Besiktas hefur boðist að fá Andy Carroll (29) á láni frá West Ham. (90min)

Crystal Palace og Bournemouth hafa bæði áhuga á Ollie Watkins (22) framherja Brentford en hann er metinn á átta milljónir punda. (Sun)

Frank Lampard, stjóri Derby, er nálægt því að fá Harry Wilson (21) á láni frá Liverpool. (Mirror)

Everton hefur áhuga á að fá David Lopez miðjumann Espanyol í sínar raðir. Valencia og Real Betis vilja líka fá hann. (Mundo Deportivo)

Brighton ætlar að reyna að fá miðjumanninn Yves Bissouma (21) frá Lille. (Record)

Aurelio de Laurentiis, forseti Napoli, segir að félaginu hafi boðist að fá Cristiano Ronaldo (33) áður en Juventus keypti hann. De Laurentiis vildi ekki fá Ronaldo þar sem það hefði gert félagið nánast gjaldþrota að semja við hann. (Goal)

Leicester hefur gert tveggja ára samning við Ryan Loft (20) fyrrum framherja Tottenham. (Sky Sports)
Athugasemdir
banner
banner