Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mán 16. júlí 2018 17:51
Elvar Geir Magnússon
Þrándheimi
Hedlund með Val í Noregi - Ekki löglegur á miðvikudag
Hedlund eftir æfingu Vals í dag.
Hedlund eftir æfingu Vals í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Sænski miðvörðurinn Sebastian Starke Hedlund er orðinn löglegur með Val í Pepsi-deildinni en hann er þó ekki með leikheimild á miðvikudag þegar Íslandsmeistararnir leika seinni leik sinn gegn Rosenborg í forkeppni Meistaradeildarinnar.

Hedlund fór með Val til Noregs og tók þátt í æfingu liðsins nú síðdegis.

Ekki er heimilt að gera breytingar á leikmannahópi liða í Evrópukeppni í miðju einvígi og því mun Hedlund ekki spila á miðvikudaginn. Líkur eru á að hann spili sinn fyrsta leik fyrir Val gegn Víkingi Reykjavík í Pepsi-deildinni á laugardag.

Valsmenn eru í flottri stöðu fyrir leikinn á Lerkendal vellinum eftir að hafa unnið 1-0 sigur á Hlíðarenda í síðustu viku.

Hedlund er 23 ára og hefur leikið með sænsku liðunum, GAIS, Kalmar FF og varaliði þýska félagsins Schalke 04.

Valsmenn sömdu við Hedlund í lok júní eftir að danski miðvörðurinn Rasmus Christiansen fótbrotnaði illa. Rasmus er einnig með Valsmönnum hér í Noregi og er með hækjurnar meðferðis en hann horfði á æfinguna í dag.

Þá gat Dion Acoff ekki tekið þátt í æfingunni að fullu en hann er að snúa úr meiðslum. Ólafur Jóhannesson sagði á dögunum líklegt að Dion myndi mæta til baka á keppnisvöllinn eftir Evrópuverkefnið.
Athugasemdir
banner
banner
banner