Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 16. júlí 2018 14:00
Magnús Már Einarsson
Ísland mætir heimsmeisturunum á þessu ári
Icelandair
Frkkar tryggðu sér heimsmeistaratitilinn í gær.
Frkkar tryggðu sér heimsmeistaratitilinn í gær.
Mynd: Getty Images
Íslenska landsliðið spilar vináttuleik við heimsmeistara Frakka þann 11. október næstkomandi. Leikurinn var skipulagður fyrr á árinu en hann fer fram í Guingamp í Frakklandi

Frakkar spila gegn Hollendingum í Þjóðadeildinni á Stade de France í París í september en leikurinn gegn Íslandi verður annar leikur liðsins á franskri grundu eftir að liðið tryggði sér heimsmeistaratitilinn um helgina.

Belgía endaði í 3. sæti á HM um helgina en það er einnig andstæðingur Íslands í haust. Belgar koma í heimsókn á Laugardalsvöll í leik í Þjóðadeildinni þann 11. september.

Leikir Íslands í haust
8. september Sviss - Ísland (Þjóðadeildin)
11. september Ísland - Belgía (Þjóðadeildin)
11. október Frakkland - Ísland (Vináttuleikur)
15. október Ísland - Sviss (Þjóðadeildin)
15. nóvember Belgía - Ísland (Þjóðadeildin)
Athugasemdir
banner
banner