Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 16. júlí 2018 06:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Knattspyrnustjóri Gylfa veit hver skotmörkin eru í sumar
Silva er mættur til Everton.
Silva er mættur til Everton.
Mynd: Getty Images
Marco Silva, nýr knattspyrnustjóri Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Everton segist sannfærður um það að honum muni takast að fá til sín fleiri leikmönnum áður en félagsskiptaglugginn lokar 9. ágúst.

Everton átti vináttuleik í gær sem félagið sigraði 22-0 en Silva segir að félagið þurfi að bæta við sig leikmönnum.

Við verðum að gera það. Við höfum okkar skotmörk og við höfum nú þegar ákveðið þær stöður sem við viljum bæta í hópnum okkar,” sagði Silva.

Við höfum trú á öllum okkar leikmönnum en við munum klárlega gera það og bæta við okkur leikmönnum. Okkar stjórn, stjórnarmeðlimir og íþróttastjórinn eru að gera allt sem þeir geta til þess að gefa mér þá leikmenn sem ég hef beðið um.”

Silva tók við af Sam Allardyce en liðið endaði í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili.


Athugasemdir
banner
banner
banner