mán 16. júlí 2018 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Maradona mættur til Hvíta-Rússlands
Maradona sýndi stuðningsmönnum Nígeríu puttann í lokaumferð riðlakeppninnar.
Maradona sýndi stuðningsmönnum Nígeríu puttann í lokaumferð riðlakeppninnar.
Mynd: Getty Images
Mikið var talað um Diego Armando Maradona í kringum leiki argentínska landsliðsins á heimsmeistaramótinu í Rússlandi.

Maradona kom við sögu í mörgum myndböndum í kringum keppnina og virtist oftar en ekki vera í annarlegu ástandi.

Auk þess að hafa verið besti leikmaður heims á sínum tíma vann Maradona sér til frægðar að vera mikið fyrir að fá sér kókaín auk annarra ólöglegra efna og lyfja.

Hann samþykkti samning frá Dynamo Brest í Hvíta-Rússlandi fyrr á árinu, þar sem hann hefur verið ráðinn bæði sem þjálfari og forseti félagsins.

Maradona kom til Hvíta-Rússlands í fyrsta sinn á ævinni fyrr í dag og voru þúsundir stuðningsmanna Brest mættir til að taka á móti honum.

Dynamo Brest endaði í fjórða sæti hvít-rússnesku deildarinnar í fyrra. Liðið er í sjötta sæti deildarinnar á þessu tímabili, með 25 stig eftir 16 umferðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner