Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 16. júlí 2018 08:30
Ingólfur Páll Ingólfsson
Neville: Frakkland á titilinn skilið
Gary Neville var ánægður með Frakkland.
Gary Neville var ánægður með Frakkland.
Mynd: Getty Images
Annað mark Frakklands sem kom úr vítaspyrnu í úrslitaleiknum hefur vakið upp mikla umræðu en ekki eru allir á sama máli hvort að dæma hefði átt vítaspyrnu er leikmaður Króatíu var dæmdur brotlegur fyrir að handleika knöttinn.

Gary Neville viðurkenndi að vítaspyrnudómurinn hafi skilið eftir sig ljótan blett en er ekki í vafa um að Frakkland hafi átt sinn annan heimsmeistaratitil skilið.

Það er smávegis ský yfir þessu vegna vítaspyrnudómsins í fyrri hálfleik en besta liðið vann,” sagði Neville.

Að sigra Argentínu með Lionel Messi, Úrúgvæ með Luis Suarez og Diego Godin, að vinna Belgíu með Eden Hazard, Kevin De Bruyne, Romelu Lukaku, þeir hafa komist í gegnum þetta allt.”

Þeir geta sigrað allar gerðir leikja. Þeir eru ekki bara með góða, hæfileikaríka leikmenn í Kylian Mbappe og Antoine Griezmann, þeir eru líka með sterka og seiga leikmenn.”

Króatarnir eiga alla virðingu í heiminum skilið en þetta var eins og millivigt gegn þungavigt. Frakkar náðu að landa höggum. Þeir voru kraftmeiri.”

Ekki láta tölfræðina sem segir að Króatar hafi verið meira með boltann og að Frakkar hafi ekki stjórnað leiknum blekkja ykkur. Frakkland var besta liðið í keppninni.”
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner