Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 16. júlí 2018 18:30
Ívan Guðjón Baldursson
Ronaldo: Ég er ekki eins og aðrir knattspyrnumenn
Mynd: Bleacher Report
Crisitano Ronaldo var kynntur sem leikmaður Juventus í dag. Hann segist vera gífurlega spenntur fyrir komandi tímum og er klár í að takast á við þetta risastóra verkefni - að reyna að vinna Meistaradeildina með Juve.

Ronaldo er 33 ára gamall en virðist ekki eldast eins og aðrir knattspyrnumenn. Hann hefur verið valinn bestur í heimi síðustu tvö ár og virðist líklegur til að vera valinn bestur aftur í ár.

„Juventus er eitt af bestu félögum heims og ég hugsaði vel og lengi um hvort ég ætti að taka þetta skref eða ekki," sagði Ronaldo.

„Vinir og vandamenn hafa alltaf sagt mér að Juventus sé félag sem myndi henta mér fullkomlega, við höfum sömu gildi.

„Ég er ekki leiður yfir því að kafla mínum hjá Real Madrid sé lokið. Með fullri virðingu þá yfirgefa flestir þetta félag á sama aldri og ég til að fara að spila í Katar eða Kína. Eini munurinn er að ég er að fara til Juve.

„Real er stórt félag sem mun vegna vel í framtíðinni."


Ronaldo hlakkar til að hefjast handa og bendir á að hann sé ekki mættur til Ítalíu til að slaka á, heldur ætli hann að gera allt í sínu valdi til að vinna eins marga titla og hægt er.

„Ég var leikmaður Real í níu frábær ár. Nú er ég að stíga nýtt skref á mínum ferli og ég hef enn margt að sanna. Ég mun leggja mig allan fram eins og ég hef alltaf gert, ég ætla að sanna að ég sé ennþá meðal þeirra allra bestu.

„Ég vil sýna að ég er frábrugðinn öðrum leikmönnum sem halda að ferillinn sé búinn þegar maður nær 33 ára aldri. Ég vil sanna að ég sé öðruvísi, að ég geti haldið áfram að vera meðal þeirra bestu í heimi og að aldur skipti ekki jafn miklu máli og fólk heldur."

Athugasemdir
banner
banner
banner