mán 16. júlí 2018 10:15
Ívan Guðjón Baldursson
Ronaldo er kominn til Ítalíu
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo er að gangast undir læknisskoðun í Tórínó eftir að hafa skrifað undir samning við Juventus í síðustu viku.

Mikið fár er í kringum félagaskiptin enda hefur Ronaldo verið valinn besti knattspyrnumaður heims þrjú ár í röð.

Yfirlýst markmið Juventus undanfarin ár hefur verið að vinna Meistaradeildina. Það hefur ekki tekist hingað til einmitt vegna Ronaldo, sem hefur unnið keppnina fjórum sinnum á síðustu fimm árum með Real Madrid.

Nú vill portúgalska goðsögnin hjálpa Juve að sínum fyrsta titli síðan 1996. Juve hefur tapað fimm sinnum í úrslitaleiknum á síðustu 22 árum.

Það er að sjálfsögðu hægt að fylgjast með öllu fárinu á Twitter, undir myllumerkinu #CR7DAY.



















Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner