mán 16. júlí 2018 13:25
Elvar Geir Magnússon
Þrándheimi
Valsmenn lentir í Þrándheimi - Flugu með leiguflugi
watermark Ívar Örn og Sindri Björnsson eftir lendingu í Þrándheimi.
Ívar Örn og Sindri Björnsson eftir lendingu í Þrándheimi.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Íslandsmeistarar Vals lentu í Þrándheimi í Noregi í dag eftir þriggja klukkustunda leiguflug frá Reykjavíkurflugvelli. Framundan er seinni leikurinn gegn norska stórliðinu Rosenborg sem fram fer á miðvikudag.

Valsmenn eru í flottri stöðu fyrir leikinn á Lerkendal vellinum eftir að hafa unnið 1-0 sigur á Hlíðarenda í síðustu viku,

Brugðið var á það ráð að fara með leiguflugi þar sem flugferðir til Noregs voru upppantaðar og var flogið með Bombardier vél Air Iceland Connect.

Um borð voru leikmenn, starfslið og stjórnarmenn Vals ásamt nokkrum stuðningsmönnum og svo undirrituðum en Fótbolti.net mun fylgjast vel með öllu í kringum leikinn í boði Origo.

Í þessum skrifuðu orðum eru leikmenn Vals í léttu snarli á hóteli sínu en í kvöld verður svo æfing hjá liðinu á æfingavelli við hlið keppnisvallarins.

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir af Valsmönnum eftir lendingu í Þrándheimi en við bendum einnig á að fylgst er með bak við tjöldin á samfélagsmiðlum okkar, Snapchat og Instagram.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner