Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   þri 16. júlí 2019 22:46
Sævar Ólafsson
Arnar Halls: Þetta skrifast bara á mig
Leikmenn voru sjálfum sér og félaginu til sóma
Arnar Halls á von á tveim nýjum leikmönnum í vikunni
Arnar Halls á von á tveim nýjum leikmönnum í vikunni
Mynd: Raggi Óla
Það rigndi mörkum og skemmtilegum fótbolta á Leiknisvelli í kvöld í hreint út sagt mögnuðum fótboltaleik sem bauð upp á allt saman. Í leikslok voru það rauðklædddir Aftureldingsmenn sem gengu niðurlútir af velli.
Arnar Hallsson þjálfari Aftureldingar var vitanlega tekinn tali eftir þennan hádramatíska og pakkfulla skemmtipakka af fótboltaleik
“Það er nátturulega ekki hægt að biðja um meira en þetta“

“Því miður var það ekki framlagið sem skorti heldur var það gæði í ákvarðantöku sem varð þess valdandi að við fengum þessi mörk á okkur sem mér fannst vera óþarflega auðveld fyrir Leikni þannig að það var súrt“
Afturelding eru nýliðar í deildinni og tefla fram skemmtilegri blöndu af ungum og uppöldum leikmönnum í bland við reynslu. Hræringar hafa verið á leikmannamálum Aftureldingar í sumar og kom spánverjinn Roger Banet Badia kom inn á sínum fyrsta leik fyrir liðið þegar Arnór Gauti var vísað af velli.

“Hann er varnarmaður sem kemur inn fyrir þann sem fór (Romario Leiria De Moura sem var rift samning við nýverið) við höfum nú lagt áherslu á það að vinna með þá sem í félaginu eru en það eru tveir leikmenn að koma og koma núna í vikunni en það skiptir ekki máli – það sem skiptir máli eru þeir sem í félaginu eru og þeir voru hérna í dag og gáfu allt í leikinn og voru sjálfum sér og félaginu til sóma“

„Þannig að það er það sem skiptir máli og að halda áfram með það og halda áfram að vinna með okkar hluti vegna þess að þetta var á margan hátt skemmtilegur fótboltaleikur. Það var hraði og þeir gáfu allt í hann og mér fannst dómarinn leyfa honum að fljóta skemmtilega líka, þannig að þetta var áhugaverður leikur“




Lestu um leikinn: Leiknir R. 3 -  2 Afturelding

“Andri Þór (markvörður) er á leið út í nám í Bandaríkjunum svo við erum að fá markmann í staðinn fyrir hann – sá er að við teljum feykilega öflugur og hefur spilað á háu leveli á Spáni þannig að við eigum von á því að hann eigi eftir að fylla það skarð sem Trausti og Andri skilja eftir sig. Við höfum náttúrulega verið í smá basli með þetta. Trausti puttabrotnaði og hefur verið frá og Andri Þór er a fara núna“

“Svo erum við að fá miðjumann sem kemur í stað Esteves sem er að fara út - er kominn með samning hjá góðu liði úti á Spáni svo við erum að fylla það skarð“

Það er ekki hægt að segja að Afturelding hafi fengið vinningsmiða í útlendingalottóinu það sem af er sumri þar sem leikmannavelta hefur verið talsverð frá því á vormánuðum.

“Alls ekki og þetta var ekki það sem við ætluðum okkur og voru bara vondar ákvarðanir og það skrifast bara á mig“.

“Þetta eru ákvarðanir sem ég tek og og því miður þá hafði ég rangt fyrir mér í annað skiptið hafði ég rangt fyrir mér með gæðin og í hitt skiptið hafði ég rangt fyrir mér með formið sem getur verið svolítið erfitt að sjá fyrir en svo hefur Spánverjinn Esteves sem hefur verið á miðjunni hjá okkur bætt liðið og og komið með góða hluti þannig að þetta skrifast bara á mig“
Athugasemdir
banner
banner
banner