Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 16. júlí 2019 12:00
Magnús Már Einarsson
Fyrstu útsendingar Síminn Sport á morgun
Bjarni Þór Viðarsson, Tómas Þór Þórðarson, Logi Bergmann Eiðsson og Eiður Smári Guðjohnsen verða á Síminn sport.
Bjarni Þór Viðarsson, Tómas Þór Þórðarson, Logi Bergmann Eiðsson og Eiður Smári Guðjohnsen verða á Síminn sport.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrstu beinu útsendingarnar á Síminn Sport, nýju heimili ensku úrvalsdeildarinnar, verða á morgun þegar að Premier League Asia Trophy hefst með tveimur leikjum.

Þar mætast Newcastle og Wolves klukkan 10.00 og svo eigast við Englandsmeistarar Manchester City og West Ham klukkan 12.30. Sigurvegarar morgundagsins mætast svo í úrslitaleik á laugardaginn og tapliðin keppa um bronsið sama dag.

Bjarni Þór Viðarsson, fyrrverandi atvinnumaður í fótbolta og fyrrverandi landsliðsfyrirliði U21 árs liðs Íslands, þreytir frumraun sína sem lýsandi en hann mun lýsa leik Man. City og West Ham.

Premier League Asia Trophy er æfingamót á vegum ensku úrvalsdeildarinnar sem haldið hefur verið frá 2003. Eiður Smári Guðjohnsen vann Asia Trophy með Chelsea fyrst þegar að mótið var haldið í úrslitaleik á móti Newcastle en Liverpool vann mótið fyrir tveimur árum.

Leikirnir um sæti verða á sama tíma eða klukkan 10.00 og 12.30 á laugardaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner