Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 16. júlí 2019 09:21
Magnús Már Einarsson
Haller á leið til West Ham á metfé
Mynd: Getty Images
Sebastien Haller, framherji Eintracht Frankfurt, er á leið til Englands í læknisskoðun hjá West Ham.

Hamrarnir eu að kaupa Haller á 45 milljónir punda en hann verður um leið dýrasti leikmaðurinn í sögu félagsins.

Haller skoraði fimmtán mörk í þýsku Bundesligunni á síðasta tímabili og fimm mörk í Evrópudeildinni þar sem Frankfurt fór í undanúrslit.

West Ham ákvað að snúa sér að Haller eftir að félagið missti af Maxi Gomez sem fór frá Celta Vigo til Valencia.

West Ham er í leit að frekari liðsstyrk í sóknarlínuna en félagið hefur áhuga á að fá Gonzalo Higuain frá Juventus.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner