Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 16. júlí 2019 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Ísland í dag - Gróttumenn fara í Laugardalinn
Óliver Dagur og Pétur Theodór verða eldlínunni í kvöld. Það verður gaman að fylgjast með hvað þeir gera í Laugardalnum
Óliver Dagur og Pétur Theodór verða eldlínunni í kvöld. Það verður gaman að fylgjast með hvað þeir gera í Laugardalnum
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Breiðablik fær ÍBV í heimsókn
Breiðablik fær ÍBV í heimsókn
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Það verður nóg um að vera í íslenska boltanum í dag en heil umferð fer fram í Inkasso-deild karla og þá eru tveir leikir í Pepsi Max-deild kvenna.

Íslandsmeistaralið Breiðabliks mætir ÍBV á Kópavogsvelli í Pepsi Max-deild kvenna á meðan KR og HK/Víkingur mætast í botnbaráttunni.

Í Inkasso-deild karla mætast Fjölnir og Fram í toppbaráttuslag en leikurinn fer fram á Extra-vellinum í Grafarvogi. Spútniklið Gróttu fer í Laugardalinn og spila gegn Þrótturum á meðan Þórsarar fá Njarðvík í heimsókn á Þórsvelli.

Hér fyrir neðan má sjá alla leiki dagsins.

Pepsi-Max deild kvenna
18:00 Breiðablik-ÍBV (Kópavogsvöllur)
19:15 KR-HK/Víkingur (Meistaravellir)

Inkasso deildin - 1. deild karla
18:00 Þór-Njarðvík (Þórsvöllur)
18:00 Keflavík-Magni (Nettóvöllurinn)
19:15 Fjölnir-Fram (Extra völlurinn)
19:15 Þróttur R.-Grótta (Eimskipsvöllurinn)
19:15 Víkingur Ó.-Haukar (Ólafsvíkurvöllur)
19:15 Leiknir R.-Afturelding (Leiknisvöllur)

4. deild karla - C-riðill - 4. deild karla
20:00 Stokkseyri-Hamar (Stokkseyrarvöllur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner