Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 16. júlí 2019 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Kári Árna: Mjög eftirsóknarvert fyrir unga menn að koma í Víking
Kári Árnason í leik með Víkingum
Kári Árnason í leik með Víkingum
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Íslenski landsliðsmaðurinn Kári Árnason er afar hrifinn af uppbyggingunni sem er að eiga sér stað í Víkinni en hann hrósar Arnari Gunnlaugssyni, þjálfara liðsins og ungu leikmönnum liðsins.

Víkingar hafa spilað skemmtilegan bolta í sumar og hefur félagið fengið marga unga og efnilega leikmenn til þess að spila.

Júlíus Magnússon, Ágúst Eðvald Hlynsson, Guðmundur Andri Tryggvason, Atli Hrafn Andrason og Logi Tómasson eru gott dæmi um það. Fjórir af þessum leikmönnum komu úr atvinnumennsku til að leika með Víking og sömu sögu má reyndar segja af Kára.

Hann er ánægður með uppbygginuna og segir það eftirsóknarvert að koma í Víkina en hann ræddi við Fótbolta.net eftir 1-1 jafnteflið gegn Fylki.

„Það er mjög gaman að taka þátt í þessari uppbyggingu sem er í Víkinni. Það er mikið af ungum og sterkum leikmönnum að koma upp og það er mjög eftirsóknarvert fyrir unga og spræka leikmenn að koma í Víkinga og spila þennan bolta."

„Þeir fá að sýna sig og eins og þú sérð Guðmund Andra í dag, frábær og fær leyfi til að gera það sem honum sýnist út á kanti en auðvitað á hann að fylgja reglum með pressu og varnarleik og hann gerði það í dag,"
sagði Kári í lokin.
Kári Árna: Við sköpum nóg af færum til að vinna leikinn
Athugasemdir
banner
banner
banner