Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 16. júlí 2019 16:30
Magnús Már Einarsson
Leicester bætir ekki við varnarmanni þó Maguire fari
Brendan Rodgers, stjóri Leicester.
Brendan Rodgers, stjóri Leicester.
Mynd: Getty Images
Leicester ætlar ekki að bæta við varnarmanni í sumar þó að Harry Maguire verði mögulega seldur til Manchester United eða Manchester City fyrir metfé fyrir varnarmann.

James Tarkowski hjá Burnley og Lewis Dunk hjá Brighton hafa báðir verið nefndir til sögunnar sem mögulegir eftirmenn Maguire í vörn Leicester.

Sky Sports segir hins vegar að Brendan Rodgers vilji ekki kaupa þessa leikmenn á 40 milljónir punda eins og sögusagnir eru um.

Ef Maguire fer þá ætlar Rodgers að treysta á þá Filip Benkovic og Caglar Soyuncu ásamt reynsluboltunum Wes Morgan og Jonny Evans.

Benkovic var öflugur á láni hjá Celtic á síðasta tímabili á meðan hinn tyrkneski Soyuncu hefur hrifið Rodgers á æfingum að undanförnu.
Athugasemdir
banner
banner