Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 16. júlí 2019 16:59
Brynjar Ingi Erluson
Lið Jóns Guðna sektað - Þjálfarinn ekki með UEFA Pro gráðu
Murad Musayev
Murad Musayev
Mynd: Getty Images
Rússneska félagið Krasnodar var í dag sektað um 50 þúsund evrur vegna Murad Musayev, þjálfara liðsins, en hann er ekki með réttindi til að þjálfa liðið í efstu deild í Rússlandi.

Musayev tók við Krasnodar í apríl 2018 og var upphaflega bara til bráðabirgða en þá var hann með UEFA B-gráðu. Hann er hins vegar kominn með A-gráðuna en það nægir ekki til að þjálfa í efstu deild.

Samkvæmt UEFA þá verða þjálfarar að hafa lokið UEFA Pro-gráðunni til að þjálfa í efstu deild í Rússlandi og hefur hann því komist hjá með áhugaverðu bragði.

Hann hefur aldrei titlað sig sem aðalþjálfara liðsins á skýrslum heldur hefur hann sett titilinn á annan í þjálfaraliðinu en það er þó nokkuð augljóst þegar fylgst er með leikjum Krasnodar að hann er aðalþjálfarinn.

UEFA hefur því sektað Krasnodar um 50 þúsund evrur og skipað Musayev að setjast við skólabekk og klára UEFA Pro-gráðuna. Hann má ekki stýra liðinu fyrr.

Jón Guðni Fjóluson er leikmaður liðsins og var partur af liðinu er það tryggði sér þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner