Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 16. júlí 2019 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Málfríður Erna í Val - Tjáir sig ekki um Stefaníu
Málfríður Erna er búin að taka skóna af hillunni
Málfríður Erna er búin að taka skóna af hillunni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pétur Pétursson, þjálfari Vals í Pepsi Max-deild kvenna, ræddi ýmislegt í viðtali við Fótbolta.net í gær en Málfríður Erna Sigurðardóttir er komin aftur í hóp Vals eftir að hafa lagt skóna á hilluna í lok apríl.

Það vakti mikla athygli að sjá Málfríði Ernu í hópnum gegn Þór/KA í gær en hún tilkynnti í apríl að hún væri búin að leggja skóna á hilluna og sagði hún frá því að leikgleðin væri farin.

Meiðsli hafa herjað Valsliðið undanfarið en Mist Edvardsdóttir er frá út tímabilið eftir að hafa slitið krossbönd gegn Keflavík og þá meiddist Thelma Björk Einarsdóttir í toppslagnum gegn Breiðabliki á dögunum.

„Það er frábært að fá hana til baka aftur. Við höfum misst út í meiðsli, Thelma búin að vera meidd og við erum missa Fanney í skóla, þannig Fríða kemur inn í þetta, frábært fyrir Val og okkur," sagði Pétur við Fótbolta.net.

„Ég veit það ekki. Thelma gæti mætt á æfingu á morgun verið klár."

Það gæti þá farið svo að Valur kalli Stefaníu Ragnarsdóttur til baka úr láni frá Fylki en hún hefur leikið tíu leiki í deild- og bikar með liðinu. Pétur vildi þó ekki tjá sig um málið að svo stöddu.

„Ég get ekki tjáð mig um það eins og er," sagði Pétur í lokin.
Pétur Péturs: Landsliðið spilaði frábærlega í dag
Athugasemdir
banner
banner