Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   þri 16. júlí 2019 20:03
Brynjar Ingi Erluson
Pepsi Max-kvenna: Blikar skoruðu níu mörk gegn ÍBV
Berglind Björg Þorvalsdóttir skoraði þrennu
Berglind Björg Þorvalsdóttir skoraði þrennu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
1-0 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir ('18 )
2-0 Agla María Albertsdóttir ('27 )
3-0 Agla María Albertsdóttir ('28 )
4-0 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('32 )
5-0 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('38 )
6-0 Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir ('64 )
7-0 Alexandra Jóhannsdóttir ('66 )
7-1 Emma Rose Kelly ('67 )
8-1 Alexandra Jóhannsdóttir ('76 )
9-1 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('82 )
9-2 Cloé Lacasse ('87 )

Breiðablik slátraði ÍBV 9-2 í 10. umferð Pepsi Max-deildar kvenna á Kópavogsvelli í kvöld. Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði þrennu.

Lestu textalýsinguna frá þessum ótrúlega markaleik

Eyjakonur sáu aldrei til sólar í leiknum en Karólína Lea Vilhjálmsdóttir gerði fyrsta mark Blika á 18. mínútu. Agla María Albertsdóttir bætti við tveimur mörkum á tveimur mínútum áður en röðin var komin að Berglindi.

Berglind skoraði tvö mörk áður en fyrri hálfleikurinn var úti og staðan því 5-0 í hálfleik.

Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir gerði sjöunda markið á 64. mínútu og Alexandra Jóhannsdóttir skoraði þá tveimur mínútum síðar. ÍBV að líta ansi illa út í deild þeirra bestu.

Emma Rose Kelly minnkaði muninn mínútu síðar áður en Alexandra skoraði áttunda mark Blika. Berglind fullkomnaði svo þrennu sína átta mínútum fyrir leikslok. Cloé Lacasse klóraði í bakkann á 87. mínútu en lokatölur 9-2 fyrir Blika sem eru í 2. sæti með 28 stig og með aðeins slakari markatölu en Valur sem er í efsta sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner