Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 16. júlí 2019 17:27
Brynjar Ingi Erluson
Rooney um Klopp: Hann er ótrúlegur náungi
Mynd: Getty Images
Wayne Rooney, fyrrum leikmaður Everton og Manchester United, hrósar þýska stjóranum Jürgen Klopp í hástert í viðtali við þýska blaðið Bild í dag.

Rooney er 33 ára gamall í dag og leikur með D.C. United í MLS-deildinni í Bandaríkjunum þar sem hann hefur gert frábæra hluti en þar áður var hann lykilmaður hjá bæði Everton og Manchester United.

Það ætti að gera honum erfitt fyrir að hrósa einhverju sem tengist Liverpool, erkifjendum beggja liða, en hann talar afar vel um Jürgen Klopp í viðtali við BIld.

Klopp tók við Liverpool í október árið 2015 og hefur komið liðinu í þrjá úrslitaleiki. Hann fór með liðið í úrslit Evrópudeildarinnar og tvisvar í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu en Liverpool vann Tottenham 2-0 í júní auk þess sem það hafnaði í 2. sæti með 97 stig, aðeins stigi á eftir Manchester City.

„Jürgen er stjóri sem hver einasti leikmaður væri til í að vera með. Það sést hvað leikmennirnir hafa gaman af því að spila fyrir hann. Ég hitti hann einu sinni og hann er ótrúlegur náungi," sagði Rooney.

„Einu mistökin sem hann gerði var að taka við Liverpool og hann sé að ná árangri þar. Ég ber ótrúlega mikla virðingu fyrir honum og það sem hann hefur afrekað. Ég er ekki bara að tala um með Liverpool heldur líka fyrir Dortmund. Hann er í alvörunni með þetta og á meira að segja bestu árin eftir," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner