Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 16. júlí 2019 18:00
Arnar Daði Arnarsson
Strákarnir frá Got Agulu heimsækja íslensk félög
Strákarnir voru heiðursgestir í Mosfellsbænum.
Strákarnir voru heiðursgestir í Mosfellsbænum.
Mynd: Raggi Óla
Strákarnir heima í Keníu.
Strákarnir heima í Keníu.
Mynd: Paul Ramses
Rey Cup verður haldið í sautjánda skiptið í sumar dagana 24. - 29. júlí en Þróttur R. hefur haldið mótið frá árinu 2002 og hefur mótið sífellt stækkað ár frá ári.

Unnið var að því að safna saman fjármagni til að fótboltalið frá Kenía komist á móti en liðið samanstendur af 12-15 ára drengjum. Paul Ramses, ásamt konu sinni Rosmary Atieno og með hjálp íslenskra vina, stofnaði góðgerðarfélagið Tears Children and Youth Aid. Félagið rekur skóla, leikskóla og fótboltalið í Kenýa ásamt því að valdefla konur og styrkja þær til fjárhagslegt sjálfstæðis.

Söfnunin gekk eftir og hafa strákarnir verið á Íslandi undanfarna daga og hafa þeir vakið mikla athygli þar sem þeir hafa komið. Þeir hafa heimsótt nokkur félög á höfuðborgasvæðinu, farið út á land í ferðir og miklu meira til.

Á leik Aftureldingar og Þróttar í Inkasso-deild karla í síðustu viku voru leikmennirnir heiðursgestir á leiknum. Eins voru þeir áhorfendur á leik FH og Víkings R. í Pepsi Max-deild karla í síðustu viku þar sem þeim var boðið í hamborgaraveislu.

Eins fóru strákarnir í heimsókn til Hauka í síðustu viku. Strákarnir hittu þá jafnaldra sína hjá Hafnarfjarðarliðinu og það var líf og fjör þegar þeir komu saman, fengu sér pizzur og að lokinni myndatöku fór allur hópurinn út á fótboltavöll undir dyggri stjórn Freys Sverrissonar og Viktors Inga Sigurjónssonar yngri flokka þjálfara hjá Haukum. Að lokinni æfingu og keppni skelltu strákarnir sér í sund í Ásvallalaug.





Athugasemdir
banner
banner