Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 16. júlí 2019 09:00
Fótbolti.net
Þróttarar líklega með besta leikmann deildarinnar
Lauren og Linda hafa verið frábærar í sumar
Lauren og Linda hafa verið frábærar í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttarar hafa skorað flest mörk allra liða í Inkasso-deildinni í sumar og framherjar liðsins eru næstmarkahæstar í deildinni, báðar með 9 mörk á eftir eftir Murielle Tiernan hjá Tindastól sem hefur skorað 10 mörk í fyrstu 8 umferðum mótsins. Framherjapar Þróttar var til umræðu í nýjasta þætti Heimavallarins.

„Þróttarar eru líklega með besta leikmann deildarinnar í sínum röðum, Lauren Wade. Ég er búinn að sjá hana og hún er ekkert eðlilega góð,“ sagði Baldvin Már Borgarson, gestur þáttarins, en hann hefur hrifist mjög af sóknarleik Þróttar í sumar.

„Hún fær boltann og heldur honum þangað til að Linda Líf er mætt upp í línu. Þá rúllar hún honum í gegn og það er mark. Svo held ég að það sé það sama hinu megin. Linda fær boltann. Bíður eftir að Lauren sé komin upp í línu, rúllar honum í gegn og það er mark.“

Mist Rúnarsdóttir tók í sama streng: „Þær hafa náð ótrúlega vel saman.“

„Ég held að Þróttur gæti skorað fullt af mörkum á Pepsi Max deildar lið með þessar tvær þarna uppi. Þær eru hrikalega góðar saman,“ bætti Baldvin Már svo við en þær Lauren og Linda hafa samtals skorað 18 af 28 mörkum Þróttar í Inkasso-deildinni í sumar.

Smelltu hér til að hlusta á Heimavöllinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner