Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 16. júlí 2019 17:30
Fótbolti.net
„Túfa er næstbesti þjálfarinn í deildinni"
Túfa þjálfari Grindavíkur.
Túfa þjálfari Grindavíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Túfa er næstbesti þjálfari deildarinnar," sagði Gunnar Birgisson í Innkastinu í dag þegar hann ræddi um Srdjan Tufegdzic þjálfara Grindvíkinga.

Túfa fór frá KA eftir síðasta tímabil og er með Grindvíkinga í 9. sæti deildarinnar. Liðið hefur fengið fæst mörk á sig allra eða tíu talsins og einungis tapað þremur leikjum af tólf.

„Hann bindur enda á eyðimerkurgöngu KA í Inkasso-deildinni 2016. Þeir voru ekki nálægt því að falla fyrsta árið, stigi á eftir Breiðabliki og tveimur stigum á eftir KR. Árið þar á eftir sigla þeir lygnan sjó, 28 stig í 8. sæti. Það var ekkert vesen á KA í fyrra. Við ræddum það aldrei í Innkasti í fyrra að þeir væru að fara að falla. Að mínu mati eru þeir alls ekki með lakara lið núna og þeir eru ekki að ná að tengja saman tvo sigra og eru varla að vinna leiki."

„Túfa fer til Grindavíkur. Grindavík er með agalegt lið fyrir mót. Hópurinn er þunnur og hann var að ná í menn sem spurðu hvort þeir mættu mæta á æfingar rétt fyrir mót. Að mínu mati eru Grindvíkingar alls ekki líklegtir til að falla og eru með 13 stig eftir 12 umferðir. Hann er að fá það besta úr hópnum sem hann er með og það er helsti kostur þjálfara,"
sagði Gunnar.

„Ég vil líka hrósa Túfa mikið fyrir það sem hann hefur gert í Grindavík. Þó að heimamenn myndu væntanlega vilja sjá meiri sóknarbolta þá er þetta hópurinn sem hann er með í höndunum og hann er búinn að búa til bestu vörnina í deildinni," sagði Magnús Már Einarsson.

Fer Grindavík að ógna jafnteflismeti Breiðabliks?
Árið 2014 gerði Breiðablik tólf jafntefli í Pepsi-deildinni og Grindvíkingar gætu farið að ógna því jafnteflismeti ef fram heldur sem horfir.

Grindvíkingar hafa gert jafntefli í þremur leikjum í röð í Pepsi Max-deildinni og eru nú búnir að gera sjö jafntefli í fyrstu tólf umferðunum.

Varnarleikur Grindvíkinga hefur verið afar þéttur en liðið hefur einnig skorað lítið. Markatalan er 8-10 og Grindvíkingar hafa fjórum sinnum gert markalaust jafntefli.

„Gætu þeir ekki bætt jafnteflismetið? Grindvíkingar eru á góðri leið með það. Þeir virða stigið vel," sagði Magnús í Innkastinu.

Hér að neðan má hlusta á Innkastið í dag.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner