Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 16. júlí 2019 11:00
Arnar Daði Arnarsson
Úlfur Blandon spáir í 12. umferðina í Inkasso
Úlfur Blandon.
Úlfur Blandon.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grótta fer í Laugardalinn í kvöld.
Grótta fer í Laugardalinn í kvöld.
Mynd: Hulda Margrét
Heil umferð fer fram í Inkasso-deild karla í kvöld þegar 12. umferðin fer fram.

Alex Þór Hauksson leikmaður Stjörnunnar spáði í síðustu umferð og var með einn leik réttan. Nú er hinsvegar komið að sérfræðingi Fótbolta.net í Inkasso-deildinni, Úlfi Blandon að spá í leiki 12. umferðarinnar.

Þór 2 - 0 Njarðvík (18:00 í kvöld)
Verður erfiður leikur fyrir Þórs liðið. Njarðvík styrkti sig með sterkum leikmönnum í glugganum. Það dugar ekki til, Nacho kemur inn og styrkir Þórsliðið. Þeir taka þennan leik nokkuð örugglega. Rick ten Voorde skorar sitt fyrsta mark fyrir Þór.

Keflavík 3 - 1 Magni (18:00 í kvöld)
Keflavík klárar þennan leik og nær í langþráðan sigur á heimavelli. Magna menn halda áfram uppteknum hætti og ná ekki í úrslit á útivelli.

Víkingur Ó. 1 - 0 Haukar (19:15 í kvöld)
Víkingar eru búnir að fara vel yfir síðasta leik. Þeir þurfa þrjú stig ef þeir ætla að halda í við toppliðin. Haukar ná ekki í stig á heimavelli Víkinga frá Ólafsvík.

Þróttur R. 2 - 3 Grótta (19:15 í kvöld)
Áhugaverður leikur þar sem bæði lið ætla sér að spila sóknarleik. Reikna með markaregni í laugardalnum. Þróttara selja sig dýrt en ná því miður ekki í heimasigur. Leikur sem Grótta klárar.

Fjölnir 2 - 1 Fram (19:15 í kvöld)
Leikur í járnum. Fjölnis liðið spýtir í sóknarleikinn og fær nokkur góð færi. Í þetta skiptið nýta þeir færin og sigla sigrinum heim eftir vonbrigði í síðasta leik.

Leiknir R. 2 - 1 Afturelding (19:15 í kvöld)
Því miður fyrir Aftureldingu þá er Leiknisliðið búið að tapa 2 leikjum í röð sem þýðir að samkvæmt formúlunni eiga þeir að vinna næstu tvo leiki. Leiknir klárar þennan leik eftir dramatík.

Sjá fyrri spámenn:
Tómas Þór Þórðarson (5 réttir)
Sindri Snær Magnússon (3 réttir)
Sigurður Egill Lárusson (3 réttir)
Björgvin Stefánsson (3 réttir)
Aron Bjarnason (2 réttir)
Alex Þór Hauksson (1 réttur)
Gunnar Þorsteinsson (1 réttur)
Hörður Ingi Gunnarsson (1 réttur)
Davíð Örn Atlason (1 réttur)
Arnar Sveinn Geirsson (1 réttur)
Athugasemdir
banner
banner
banner