Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 16. júlí 2020 23:05
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Vísir 
Eiður Smári heldur starfinu hjá KSÍ
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiður Smári Guðjohnsen var ráðinn sem þjálfari FH fyrr í dag. Því starfi mun hann gegna samhliða Loga Ólafssyni út keppnistímabilið.

Eiður Smári hefur verið aðstoðarþjálfari U21 landsliðs karla undanfarin misseri og vöknuðu upp spurningar um framtíð hans hjá KSÍ eftir að hann samþykkti tilboð FH.

Arnar Þór Viðarsson aðalþjálfari U21 staðfesti í samtali við Vísi að Eiður Smári muni sinna starfi sínu hjá landsliðinu áfram.

„Ef menn vilja búa til hagsmunaárekstra þá er örugglega hægt að gera það. En þeir sem vinna faglegt starf munu aldrei láta eitthvað svona koma í veg fyrir að vinna gott starf. Það er ljóst að U21-liðið verður valið eftir því hvaða leikmenn ég tel að séu bestu leikmennirnir fyrir það lið, og enginn annar, sama í hvaða liði þeir eru," sagði Arnar Þór.

Samningur Eiðs Smára við U21 liðið rennur út næsta janúar. Næsti leikur liðsins er hörkuslagur gegn Svíþjóð í september.

Upprunalega frétt Sindra Sverrissonar má sjá hér.
Athugasemdir
banner
banner
banner