Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 16. júlí 2020 22:52
Ívan Guðjón Baldursson
Messi: Margt sem þarf að breytast fyrir leikinn gegn Napoli
Mynd: Getty Images
Lionel Messi skoraði eina mark Barcelona í 1-2 tapi gegn Osasuna í spænsku deildinni í dag.

Leikurinn var mikilvægur fyrir Börsunga og tapið því afar óvænt, en Messi skoraði stórglæsilegt mark beint úr aukaspyrnu.

Börsungar áttu ekki góðan leik og hefur Quique Setien þjálfari verið gagnrýndur harkalega og er starf hans talið vera í mikilli hættu. Messi neitaði þó að gagnrýna hann sérstaklega að leikslokum en sagði að hlutirnir verði að breytast fyrir leikinn gegn Napoli í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar 8. ágúst.

„Roma, Liverpool... stuðningsmenn eru að missa þolinmæðina því við erum ekki að gefa þeim neitt. Það er margt sem þarf að breytast ef við viljum berjast um Meistaradeildina. Ef hlutirnir halda svona áfram þá munum við tapa gegn Napoli," sagði Messi.

„Við verðum að gagnrýna sjálfa okkur. Við leikmenn erum fyrstir sem þurfum að líta í eigin barm en í raun þurfa allir innan félagsins að skoða sinn gang."
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 32 25 6 1 70 22 +48 81
2 Barcelona 32 21 7 4 64 37 +27 70
3 Girona 32 21 5 6 67 40 +27 68
4 Atletico Madrid 32 19 4 9 59 38 +21 61
5 Athletic 32 16 10 6 52 30 +22 58
6 Real Sociedad 32 13 12 7 46 34 +12 51
7 Betis 32 12 12 8 40 38 +2 48
8 Valencia 32 13 8 11 35 34 +1 47
9 Villarreal 32 11 9 12 51 55 -4 42
10 Getafe 32 9 13 10 38 44 -6 40
11 Osasuna 32 11 6 15 37 46 -9 39
12 Sevilla 32 9 10 13 41 45 -4 37
13 Las Palmas 32 10 7 15 30 39 -9 37
14 Alaves 32 9 8 15 28 38 -10 35
15 Vallecano 32 7 13 12 27 39 -12 34
16 Mallorca 32 6 13 13 26 38 -12 31
17 Celta 32 7 10 15 37 47 -10 31
18 Cadiz 32 4 13 15 22 45 -23 25
19 Granada CF 32 3 9 20 33 61 -28 18
20 Almeria 32 1 11 20 31 64 -33 14
Athugasemdir
banner