Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fös 16. júlí 2021 18:28
Victor Pálsson
Arthur þarf að fara í aðgerð
Mynd: Getty Images
Arthur, leikmaður Juventus, mun missa af byrjun næsta tímabils vegna meiðsla en þetta var staðfest í gær.

Arthur verður frá keppni í allavega tvo mánuði en hann er að glíma við hnémeiðsli.

Þessi 24 ára gamli leikmaður meiddist á hné í desember 2020 og þarf nú að fara í aðgerð til að ná fullum bata.

Hann hefur tekið þátt í leikjum þrátt fyrir þrálát meiðsli og mun nú fara í aðgerð til að losna við þau fyrir fullt og allt.

Arthur spilaði 32 leiki fyrir Juventus á síðustu leiktíð en hann kom til félagsins frá Barcelona fyrir tímabilið. Miralem Pjanic fór til spænska félagsins á móti.

Búist er við að Arthur snúi aftur í september og gæti náð fyrstu leikjum Meistaradeildarinnar sem hefjast um miðjan mánuðinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner