Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 16. júlí 2021 09:18
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Grænir búningar bannaðir í Serie A
Jeremie Boga, leikmaður Sassuolo
Jeremie Boga, leikmaður Sassuolo
Mynd: Getty Images
Frá og með tímabilinu 2022-2023 verður bannað að spila í grænum búningum í ítölsku Serie A.

Deildin ákvað að tilkynna þetta núna, ári áður en reglan tekur gildi, til að gefa félögum svigrúm til að hanna nýja búninga.

Grænir búningar við grænt gras er of líkt að mati þeirra sem stjónvarpa frá leikjunum og leikmenn geti fallið í bakgrunninn.

Það gæti gert áhorfendanum sem horfir á í gegnum sjónvarp erfitt fyrir.

Sassuolo, sem er í grænum og svörtum búningum og gæti þurft að breyta heimabúningi sínum fyrir tímabilið 2022/2023.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner