Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 16. júlí 2021 20:30
Victor Pálsson
Helmingslíkur á að Van de Beek sé á förum - Ekki til Arsenal
Mynd: Getty Images
Það eru 50 prósent líkur á að Donny van de Beek kveðji Manchester United í sumar að sögn blaðamannsins virta Fabrizio Romano.

Van de Beek kom til Man Utd frá Ajax á síðasta ári en stóðst ekki væntingar á sinni fyrstu leiktíð á Englandi.

Arsenal hefur verið orðað við leikmanninn en það er ekkert til í því að hann sé á leið þangað að sögn Romano sem þekkir félagaskiptamál inn og út.

„Van de Beek hefur alltaf komið fram sem atvinnumaður hjá Manchester United. Hann einbeitir sér að liðinu," sagði Romano.

„Hann er frábær náungi og Manchester United elskar hann. Þetta er 50/50 staða. Hann á möguleika á að fara ef gott tilboð berst en hann er einnig með möguleika á að vera áfram."

„Hann verður ekki hluti af kaupverði á Raphael Varane. Það er ekki eitthvað sem er verið að ræða."

„Sögusagnirnar um Arsenal eru ósannar. Hann er ekki að fara þangað. Við skulum sjá hvort lið í annarri deild reyni við hann."
Athugasemdir
banner
banner