Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 16. júlí 2021 16:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hvernig fer stórleikurinn í kvöld? - Fjórir leikmenn spá í spilin
Kópavogsvöllur er staðurinn.
Kópavogsvöllur er staðurinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vinnur Breiðablik?
Vinnur Breiðablik?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eða Valur?
Eða Valur?
Mynd: Hafrún Guðmundsdóttir
Í kvöld fara fram undanúrslitaleikirnir í Mjólkurbikar kvenna. Seinni leikur kvöldsins er uppgjör toppliðanna í Pepsi Max-deildinni þegar Breiðablik fær Val í heimsókn.

Leikurinn hefst klukkan 20:15. Breiðablik er ríkjandi Íslandsmeistari og sigraði Val í leik liðanna í deildinni, 3-7, fyrr á þessu tímabili. Fótbolti.net fékk fjóra leikmenn til að spá fyrir um úrslit leiksins í kvöld.

Þeir fjórir leikmenn sem spá í leikinn í kvöld eru Diljá Ýr Zomers, fyrrum leikmaður Vals og nú leikmaður Häcken í Svíþjóð, Guðrún Arnardóttir, fyrrum leikmaður Breiðabliks og nú leikmaður Djurgården, Bryndís Rut Haraldsdóttir, fyririrliði Tindastóls og Arna Sif Ásgrímsdóttir, fyrirliði Þór/KA.

Guðrún: 2 - 1 Breiðablik
Siðasti leikur þessara liða var eitthvað stórfurðulegt og algjört markaregn. Þess vegna held ég að bæði lið fari frekar varlega inn í leikinn og reyni að opna sig ekki mikið í byrjun leiks. Í lok fyrri hálfleik kemur hins vegar ein sleggja fyrir utan teig frá öðrum kantmanni Blika og Blikar leiða 1-0 í hálfleik.

Í seinni hálfleik munu Valskonur þá neyðast að opna sig meira til að sækja mark en Blikar refsa þá með öðru marki sem kemur frá Karitas eftir geggjaðan undirbúning frá Öglu Maríu. Valskonur minnka muninn og gera allt til að sækja mark undir lok leiks en Blikakonur standa það af sér og koma sér í úrslitaleikinn.

Diljá Ýr: 1 - 0 Valur
Ég spái því að þetta verði hörku leikur, hann verður gríðarlega jafn allan tímann en svo í kringum 70 mínútu hendir Valur í mark. Blikarnir munu herja vel á Valskonur í lokin en Valskonur verða stál heppnar og ná að halda þetta út!
Áfram Valur!

Arna Sif: 3 - 1 Breiðablik
Valskonur vilja bæta upp fyrir afhroð í síðustu viðureign liðanna en það verður því miður ekki nóg. Agla María og Munda verða í stuði í kvöld og ég hugsa að Blikar taki þetta 3-1.

Bryndís Rut: 3 - 2 Valur
Ég spái því að Valur eigi eftir að ná fram sigri 3-2, þær hafa ekki gleymt síðasta leik við Breiðablik og hafa náð að koma sér á strik eftir óvænta byrjun á sumrinu þar sem þær voru ekki alltof sigurvissar. Þessi leikur verður fjörugur markaleikur og mikið sótt á bæði mörk, spennan verður fram undir lokamínútum þar sem bæði lið mæta vel peppuð út á völl og tilbúin að berjast fyrir sæti í úrslitaleik.

Leikurinn hefst eins og fyrr segir klukkan 20:15 og verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolti.net.
Athugasemdir
banner
banner