Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 16. júlí 2021 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Juventus vill fá Jesus frá City
Mynd: Getty Images
Ítalskir miðlar greina frá því í dag að Juventus vilji fá Gabriel Jesus, sóknarmann Manchester City, á láni út komandi tímabil.

Juventus sé tilbúið að greiða væna summu fyrir að fá Jesus á láni og að í samningnum fylgi að Juventus geti keypt Brasilíumanninn næsta sumar.

Það myndi henta City vel að losa Jesus ef stefnan er að krækja í Jack Grealish og/eða Harry Kane í sumar.

Juventus hefur fylgst Jesus í nokkra mánuði og vill næla í hann fyrir komandi tímabil.

Juventus vill taka hann á láni núna þar sem félagið býst við því að fjárhagsstaða félagsins skáni á næstu tólf mánuðum.
Athugasemdir
banner
banner